Svanur Þór Sigurðsson þjónustustjóri Skagans 3X.

Skaginn 3X stækkar þjónustusvið sitt

Í kjölfar kaupa Baader á meirihluta í Skaganum 3X hefur þjónustusvið fyrirtækisins verið eflt til muna. Svanur Þór Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr þjónustustjóri Skagans 3X og Róbert Sigfússon, sem lengi hefur farið fyrir þjónustudeildinni, mun taka við sem þjónustusérfræðingur fyrir íslenska markaðinn. Eru breytingarnar liður í því að styrkja starfsemina bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.

„Við höfum stækkað þjónustudeildina með því að ráða nýja þjónustusérfræðinga, endurskilgreina hlutverk innan deildarinnar og bæta við starfsmönnum með hugbúnaðarþekkingu,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri tækniþróunar hjá Skaganum 3X í tilkynningu frá fyrirtækinu og bætir við: „Liðsheildin hefur verið efld og nýir starfsmenn hafa bæst við til þess að mæta stærri og fjölbreyttari kúnnahóp á nýjum mörkuðum.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir