Ásmundur Haraldsson þjálfari Kára.

Mikill sjarmi við það að fara út á land

Knattspyrnufélagið Kári leikur í 2. deild karla fjórða árið í röð í sumar en liðið endaði í sjöunda sæti í fyrra. Ásmundur Guðni Haraldsson var ráðinn þjálfari Kára í nóvember. Við settumst niður með Ása í smá spjall og fórum yfir fótboltasumarið sem framundan er:

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið? „Það hefur gengið heilt yfir ágætlega en þó með einhverjum faraldurshöktum og slíku. Liðið hefur æft tiltölulega vel en kannski ekki fengið nógu marga leiki núna síðastliðnar vikur eins og lög gerðu ráð fyrir. Hópurinn minnkaði svo eftir því sem á leið og aðeins búið að grisja út og búa til pláss fyrir hina ungu og efnilegu leikmenn ÍA sem nú hafa bæst í hópinn. Úrslitin úr þessum fáu leikjum hafa verið upp og ofan en alltaf framþróun í spilamennsku liðsins sem er mjög mikilvægt fyrir Káraliðið.“

Nánar má lesa um spjall okkar við Ása í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir