Þjálfarateymi Skagamanna. Frá vinstri: Björn Sólmar, Aron Ýmir og Unnar Þór. Ljósm. vaks.

„Líst mjög vel á Lengjudeildina“

Skagastelpur leika í næstefstu deild Íslandsmótsins fimmta árið í röð en þær féllu úr Pepsí deildinni árið 2016. Þær lentu í 8. sæti í Lengjudeildinni í fyrra. Þjálfarateymi liðsins samanstendur af þeim Unnari Þór Garðarssyni, Aroni Ými Péturssyni og Birni Sólmari Valgeirssyni. Við heyrðum í Aroni Ými fyrir helgina og hentum á hann nokkrum spurningum:

Sterkir andstæðingar í æfingaleikjum

Fyrst spyrjum við um hvernig undirbúningstímabilið hafi gengið? „Eins og alltaf á löngu undirbúningstímabili þá eru hæðir og lægðir, þá aðallega varðandi úrslit. Við æfðum mjög vel og stelpurnar lögðu gríðarlega mikið á sig. Við tókum þá ákvörðun að ögra leikmannahópnum töluvert í æfingaleikjum og reyndum við að spila eins marga æfingaleiki við lið úr efstu deild og við gátum. Stelpurnar leystu þau verkefni frábærlega enda í þeim leikjum einbeittum við okkur eingöngu að frammistöðunni en ekki úrslitunum. Virkilega hollt að geta mátað sig við sterk lið úr efstu deild og sýnt fram á það að með réttu hugarfari þá er þessu liði allir vegir færir.“

Hægt er að lesa viðtal við Aron í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir