Fólksbílastöðin á sjöunda áratugnum. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness.

Fólksbílastöðin horfin af sjónarsviðinu

Fólksbílastöðin, eða „Fóló“ eins og hún hefur jafnan verið kölluð af Skagamönnum, var rifin núna upp úr hádeginu í dag. Húsið sem stóð við Kirkjubraut 39 var tekið í notkun á sjötta áratugnum og var vinsæl sjoppa á rúntinum um árabil. Einnig var hún vinsæl á níunda áratugnum sem viðkomustaður krakka í Brekkubæjarskóla í frímínútum þar sem þeir stálust gjarnan til að kaupa sér kók og nammi. Í húsinu voru leigubílstjórar einnig með aðstöðu til margra ára, menn eins og Þórður Valdimarsson, Sigurður Hallgrímsson og Ársæll Valdimarsson muna gamlir Skagamenn eflaust eftir. Uppbygging ehf sér um niðurrif á húsinu og mun byggja á reitnum 28 íbúða fjölbýlishús en pláss verður fyrir fimm verslunarrými á neðstu hæð hússins.

Þrívíddarteikning af nýju húsi á lóðinni. Nánar má lesa um það á vefsíðunni kirkjubraut.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir