Akranesvöllur eftir fyrsta áfanga sætaskiptanna. Ljósm. vaks.

Sætaskipti á Akranesvelli

Hafist var handa fyrir síðustu helgi að setja upp ný sæti í hvítum lit í stúkunni á Akranesvelli. Alls er búið að setja upp um 250 sæti í stúkunni þegar þetta er skrifað og allt kapp lagt á að framkvæmdum verði lokið fyrir fyrsta heimaleik Skagamanna næsta laugardagskvöld. Þá þarf einnig að merkja öll sæti með númerum vegna Covid-19 og ljóst að það verður handagangur í öskjunni þegar líða tekur á vikuna á Akranesvelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira