Bið eftir bóluefni er á enda fyrir þennan hóp. Ljósm. tfk.

Bólusett í Samkomuhúsi Grundarfjarðar

Síðasta vika var stór bólusetningarvika á öllu landinu, en samkvæmt vefsíðunni covid.is voru rúmlega 26 þúsund manns bólusettir á landsvísu. Í Grundarfirði voru tæplega fimmtíu manns bólusettir með bóluefninu AstraZeneca síðasta fimmtudag og gekk bólusetningin mjög vel. Hleypt var inn í þremur hollum og var almenn ánægja hjá fólki að fá loks bóluefni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir