Varðskipið Þór var í Grundarfirði um helgina

Að morgni síðasta dags aprílmánaðar skreið hið glæsilega varðskip Þór inn Grundarfjörð. Ætlunin var að liggja við landfestar yfir helgina en dagur verkalýðsins var einmitt í gær. Ekki er vitað hvort skipverjar fóru í kröfugöngu um borð, en áhöfnin varði helginni í Grundarfirði um borð í þessu glæsilega skipi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir