Nýtt merki Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs

Stjórn hins nýstofnaða Ferðafélags Borgarfjarðar leitaði til Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri um hönnun á nýju einkennismerki fyrir félagið. Bjarni teiknaði merkið en Heiður Hörn Hjartardóttir, grafískur hönnuður á Bjargi í Borgarnesi, sá síðan um að útfæra tillöguna og ljúka verkinu.

Í nýja merkinu má finna tilvísanir í borgfirska náttúru án þess að verið sé að vísa í nafngreinda staði eða svæði. „Merkið verður notað með ýmsum hætti í framtíðinni og vonandi á það eftir að sjást sem víðast á kortum, skiltum og hverskyns auglýsingum um gönguferðir og annað þeim tengt,“ segir í tilkynningu frá stjórn félagsins sem jafnframt þakkar þeim Bjarna og Heiði fyrir vel unnið verk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir