Komu brúnni fyrir yfir Berjadalsá

Í gærmorgun fór vaskur hópur félaga úr Rótarýklúbbi Akraness upp á Akrafjall til að setja brúna yfir Berjadalsá. Með henni er gönguleiðin á fjallið mun þægilegri. Sumir rótarýmanna tóku með sér fjölskyldumeðlimi enda veitti ekki af öllu tiltæku vöðvaafli, en brúin er talsvert þung þótt hún láti ekki mikið yfir sér. Meðfylgjandi myndir tók Atli Harðarson af hluta hópsins þegar brúnni var komið fyrir og loks þegar hún var orðin göngufær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir