Beggi á miðunum síðastliðinn sunnudag. Ljósm. af

Vorið komið þegar Bjargmundur hefur sjósett

Bjargmundur Grímsson fór sinn fyrsta róður á báti sínum Hafrún SH á sunnudaginn. Almennt tala menn um það í Ólafsvík að vorið sé komið þegar Beggi hefur sjósett bát sinn. „Þetta gekk fínt í dag,“ sagði Beggi eftir sinn fyrsta túr. „Ég fór út um hádegið og var kominn í land rétt fyrir kvöldmat. Já, já, ég var sáttur með daginn, þetta vigtaði 700 kíló og ég er bara sáttur við það,“ sagði Beggi brosandi. „Það var stutt á miðin. Ég er með smá kvóta á bátnum og það dugar mér allavega í sumar. Ég er á litlum hæggengum báti svo ég get nú ekki farið langt til að sækja aflann,“ bætir hann við.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bayeux og Borgarnes

Það var góð tilfinning að koma í Landnámssetur Íslands síðastliðinn fimmtudag og finna þar aftur fullt hús af menningarþyrstum leikhúsgestum.... Lesa meira