Þetta hús var í reisingu á Akranesi nýverið. Ljósm. mm.

Þriðjungur fasteignaviðskipta voru fyrstu kaupendur

Þjóðskrá heldur utan um skráningu á fjölda þinglýstra fasteignasamninga í landinu. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru 143 fasteignasölur á Vesturlandi. Af þessum viðskiptum voru 46, eða 32%, fólk sem var að kaupa sína fyrstu fasteign á lífsleiðinni. Þetta hlutfall er nokkuð mismunandi eftir landshlutum, er lægst á Norðurlandi eystra 25% en hæðst á Norðurlandi vestra þar sem það er 36%. Þjóðskrá fór að safna þessum upplýsingum eftir að lög voru sett þess efnis að heimila lækkun á stimpilgjöldum vegna fyrstu kaupa á íbúðarhúsnæði en það var gert um mitt ár 2008.

Líkar þetta

Fleiri fréttir