Alfreð Ragnar Ragnarsson, Jón Björgvin Jónsson og Kristján Freyr Tómasson. Ljósm. tfk.

Sumarleg stemning í apríl

Blíðskaparveður var víða um land síðasta mánudag og var Grundarfjörður þar engin undantekning. Þrír ungir piltar voru orðnir langþreyttir eftir sumrinu og ákváðu að kæla sig niður í Kirkjufellsfossi þó að lofthitinn væri ekki nema 6 gráður. Ljóst var á tilþrifum drengjanna að þarna voru vanir menn á ferð og ýmis heljarstökk litu dagsins ljós. Ekki voru neinir ferðamenn við fossinn í þetta skiptið þó að þeim sé farið að fjölga dag frá degi sem heimsækja þennan vinsæla áningarstað.

Kristján Freyr tekur hér heljarstökk af klettasyllunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir