Hjónin Hermann Geir Þórsson og Freydís Bjarnadóttir á sumardaginn fyrsta. Ljósm. tfk.

FB Sport í Grundarfirði opnað formlega

Freydís Bjarnadóttir opnaði verslun sína í Grundarfirðii formlega á sumardaginn fyrsta. Þar tók hún á móti gestum og bauð upp á ýmislegt góðgæti. Verslunin er staðsett í kjallaranum að Fagurhóli 2 og verður opin eitthvað eftir hádegi flesta daga en það er nánar auglýst á vefsíðu verslunarinnar. Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að vefverslunin er opin allan sólarhringinn alla daga ársins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir