Marki fagnað. Ljósm. úr safni.

Boltinn fer á fullt – Skagamenn og Valur í opnunarleik

Íslandsmótið í knattspyrnu í Pepsi Max deild karla hefst í kvöld. Skagamenn sækja þá Valsmenn heim klukkan 20 á Hlíðarenda í opnunarleik mótsins og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport. Þá mætast Kári og Skallagrímur í sannkölluðum Vesturlandsslag í 2. umferð Mjólkurbikarsins í Akraneshöll á morgun laugardag kl. 14. Einnig etja kappi Þróttur Reykjavík og Víkingur Ólafsvík í sama bikar á morgun kl. 13 á Eimskipsvellinum í Laugardalnum og er sá leikur einnig í beinni á Stöð 2 Sport.

Líkar þetta

Fleiri fréttir