Átján í sóttkví á Vesturlandi

Lögreglan á Vesturlandi birti í morgun nýjustu tölur um Covid frá heilsugæslustöðvum héraðsins. Tölurnar hafa hækkað talsvert frá því þær voru birtar síðast, fyrir 11 dögum, og eru alls átján einstaklingar í sóttkví en enginn í einangrun. Af þessum átján eru tólf í Borgarnesi, fimm á Akranesi og einn í Stykkishólmi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns kom upp smit á fjölmennum vinnustað á sunnanverðu Vesturlandi og hefur af þeim sökum fjölgað mjög í sóttkví.

Í gær greindust fimm smit innanlands og voru allir greindir í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum. Á landinu öllu eru nú 572 í sóttkví, 190 í einangrun og fjórir á sjúkrahúsi. Nýgengi innanlandssmita síðastliðinna 14 daga hefur hækkað mikið undanfarnar tvær vikur Þann 15. apríl var nýgengið 12,5 en hafði hækkað í 48,5 þann.29. apríl. Á sama tíma lækkaði nýgengið á landamærunum úr 7,1 í 2,5.

Líkar þetta

Fleiri fréttir