Hefðbundin vorverk vegagerðarfólks

Vorverkin eru hafin hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar á Snæfellsnesi, eins og annarsstaðar. Nýttu þeir góðviðrisdag í síðustu viku til að fylla í holur í malbikinu. Þetta eru kannski ekki einungis vorverk enda hafa þeir farið reglulega til að fylla í holur í vetur þar sem veturinn hefur verið óvenju mildur þetta árið. Það má segja að vegir á Snæfellsnesi koma þokkalega undan vetri en komið er að töluverðu viðhaldi á sumum köflum. Á myndinni, sem Þröstur Albertsson tók, er Haukur Berg Guðmundsson að holufylla í Staðarsveitinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir