Þetta hús var í reisingu á Akranesi nýverið. Ljósm. mm.

Fjörleg fasteignaviðskipti

Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum í mars 2021 samkvæmt þinglýstum gögnum. Fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu var 1.648 og var upphæð viðskiptanna um 85 milljarðar króna. Þegar mars 2021 er borinn saman við mánuðinn á undan fjölgar kaupsamningum um 25,2% og velta eykst um 29,1%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði samningum um 21,4% á milli mánaða og velta jókst um 28%. Hér á Vesturlandi voru alls 82 kaupsamningar um húsnæði í marsmánuði. Þeir skiptast þannig að 35 íbúðir í fjölbýli skiptu um eigendur, 25 eignir í sérbýli, fimm atvinnuhúsnæði voru seld, 15 sumarhús og annarskonar eignir voru tvær. Meðalverð seldra eigna í þessum viðskiptum var 44,8 milljónir fyrir sérbýli, 36,8 milljónir í fjölbýli og meðalverð sumarhúsa var 28,9 milljónir króna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir