Þristamús seld til stuðnings söfnunar fyrir Svenna

Barion, Minigarðurinn og Hlöllabátar hafa tekið höndum saman, í samstarfi við Knattspyrnufélag ÍA, og ætla á laugardaginn að selja hina gómsætu Þristamús á Akranesi til stuðnings Svenna. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þennan hlýhug og hvetjum alla til að svindla á nammibanninu sínu á laugardaginn og fá sér þessa girnilegu Þristamús – hvort sem fólk ætlar að stökkva eða ekki. Panta þarf þristamús á vefsíðunni minigardurinn.is fyrir klukkan 14:00 föstudaginn 30. apríl. Pantanir verða síðan afgreiddar í hátíðarsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum á Akranesi laugardaginn 1. maí frá klukkan 12-14. Öll innkoma af sölunni rennur óskipt til söfnunar fyrir Svenna sem nær hápunkti sínum á laugardaginn þegar fjöldi fólks stekkur í Akraneshöfn og safnar áheitum fyrir söfnunina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir