Stór bólusetningardagur á Akranesi

Um 900 manns voru boðaðir til bólusetningar í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á Akranesi í dag. Fá þeir bóluefni frá Pfizer. Er þetta mesti fjöldi á einum degi fram að þessu. Framundan eru svo fleiri stórir bólusetningardagar. Bólusetningin í dag gekk smurt fyrir sig. Fólk framvísaði strikamerki sem það hefur áður fengið sent frá Heilsuveru, hjúkrunarfræðingur sprautaði og svo var sest niður í korter, áður en haldið var að nýju út í góða veðrið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir