Gunnar Ragnarsson brosti sínu blíðasta fyrir ljósmyndara Skessuhorns. Ljósm. tfk.

Sigurborg SH 12 landaði fullfermi

Sigurborg SH 12 lagðist að bryggju í Grundarfirði síðasta mánudagsmorgun í blíðskaparveðri. Skipið kom með 90 tonn af blönduðum afla og hófust skipverjar strax handa við að hífa fenginn upp á bryggju. Heiðskýrt og milt veður lék við skipverja sem voru hinir kátustu. Fleiri myndir frá lönduninni eru í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir