Sveinbjörn Reyr Hjaltason. Ljósm.mm

Safnað fyrir torfæruhjóli

Sumardagurinn fyrsti fyrir rúmu ári hverfur Sveinbirni Reyr Hjaltasyni á Akranesi seint úr minni. Þann dag lenti hann í óhappi á motocrossbrautinni við rætur Akrafjalls, hendist á hjóli sínu út fyrir braut og lá þar um tíma eða þar til félagi hans finnur hann eftir nokkra leit. Sveinbjörn Reyr brotnar við 6. hryggjarlið og er lamaður eftir slysið. Næstkomandi laugardag standa jafnaldrar Svenna fyrir áheitastökkum í Akraneshöfn. Safna á peningum til stuðnings Svenna þannig að hann geti fest kaup á sérútbúnu torfæruhjóli sem framleitt er í Ameríku.

Rætt er við Svenna í ítarlegu viðtali í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir