Helga Guðmundsdóttir og Arnþór Siguðrsson opna Reykhólabúð í dag. Ljósm. úr safni

Reykhólabúð opnuð í dag

Verslun verður opnuð á ný á Reykjólum í dag, miðvikudaginn 28. apríl, en þar hefur ekki verið opin verslun frá því Hólabúð var lokað í október á síðasta ári. Reykhólabúð er í eigu Helgu Guðmundsdóttur og Arnþórs Sigurðssonar en þau fengu í byrjun árs styrk úr byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar til að opna dreifbýlisverslun á Reykhólum. „Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að skoða búðina og heimsækja nýja kaffirýmið sem er öllum opið,“ segir í færslu á Facebook síðu Reykhólabúðar. Verslunin verður opin frá klukkan 16-20 í dag og boðið verður upp á kaffi og veitingar. Almennur opnunartími verður svo frá kl. 11:00-18:00 alla virka daga og frá kl. 10:00-14:00 á laugardögum en lokað verður á sunnudögum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir