F.v. Fjóla, Ingibjörg, María Erla, Sigurbjörg og Þórdís Sif sveitarstjóri Borgarbyggðar. Ljósm. glh.

Plokkað í góða veðrinu

Víða um land var Plokkdagurinn haldinn um liðna helgi. Ungir sem aldnir héldu þá út í góða veðrið á gönguskónum vopnaðir pokum, ruslaklemmum og góða skapinu til að hreinsa upp rusl sem einhver hafði „gleymt“ í náttúrunni. Meðal þeirra voru félagar í Hollvinasamtökum Borgarness. Þeir komu saman á laugardagsmorgni í frábæru veðri, logni og hlýju, við Kaffi Kyrrð í Skúlagötu. Skipt var liði og tínt rusl um gamla bæinn. Endaði svo mannskapurinn í kaffi og kakói á kaffihúsinu eftir útiveruna og ruslahreinsun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir