Við Asparskóga er m.a. verið að byggja nýjan leikskóla og nokkur fjölbýlishús. Þar er því þung umferð þessa dagana.

Kvartað yfir þungaflutningum og símanotkun bílstjóra

Að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi hefur verið talsvert um kvartanir vegna efnisflutninga í og við ný íbúðahverfi á Akranesi. Kvartanirnar hafa meðal annars lotið að símanotkun við akstur vörubíla auk hraðaksturs. Hefur kveðið svo rammt að þessum kvörtunum að bæjaryfirvöld höfðu nýverið samband við lögreglu. Lögregla hefur í kjölfarið haft samband við verktaka á svæðinu og óskað eftir að rætt yrði við ökumenn vörubíla á svæðinu og þeir beðnir að sýna ýtrustu varkárni. Stutt er síðan barn varð fyrir vörubíl í nýju hverfi á Akranesi.

Íbúar í nýju hverfunum hafa auk þess haft samband við Skessuhorn og lýst þungum áhyggjum yfir mikilli þungaumferð og einnig því að götur eru þröngar og skortur sé á stofnbrautum í skipulagi nýrra hverfa.

Líkar þetta

Fleiri fréttir