Sigrún Ríkharðsdóttir. Ljósm. se

Brennur fyrir fótboltanum og fimleikafélaginu

Sigrún Ríkharðsdóttir gefur venjulega allt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Það fer ekki framhjá nokkrum manni þegar hún er mætt á völlinn að styðja Skagamenn í boltanum. Hvatningahróp hennar bergmála frá stúkunni, inn á völlinn og í næsta nágrenni. Hún og þéttur kjarni stuðningsmanna hafa haldið hópinn til margra ára og láta vel í sér heyra á öllum leikjum. Nú þegar boltinn fer að rúlla á Íslandsmótinu er ekki úr vegi að heyra í stuðningsmanni ÍA nr. 1. Þá er Sigrún starfsmaður Fimleikafélags Akraness og ræðir hún einnig í viðtalinu um þá gjörbreyttu aðstöðu sem varð til við opnun nýs fimleikahúss við Vesturgötu á síðasta ári.

Nánar er rætt við Sigrúnu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir