Þessum niðurgöngulaxi úr Grímsá í Borgarfirði var sleppt og gefið framhaldslíf í sjónum. Ljósm. Hafþór Óskarsson.

Víða fjör í vorveiðinni

„Já, við vorum að koma úr Grímsá og lönduðum fimm fiskum, settum í sjö, allir teknir á mismunandi streamera,“ sagði Hafþór Óskarsson í samtali við tíðindamann Skessuhorns. Eftir að hlýna tók hafa veiðimenn sést meira á vappi á svæðinu.

Veiðin í Leirá í Leirársveit hefur verið góð og núna hafa veiðst á milli 70 og 80 fiskar. „Það þurfti að sökkva þessu vel niður og helst að kasta beint á þá, það var frekar kalt og það veiddist ekkert fyrr en eftir klukka þrjú þegar hitastigið hækkaði. Stærð á fiskum er þetta frá 40 og upp í 65 cm. Það var ótrúlegur mikill kraftur í stærri fiskunum, þeir ruku bæði upp og niður ánna og svakalegar tökur þeir negldu flugurnar,“ sagði Hafþór ennfremur. Auk hans voru við veiðarnar Jón Skelfir, Vigfús Pétursson og Pétur Ingi Vigfússon.

Á Seleyri við Borgarnes eru menn byrjaðir að veiða og um helgina voru nokkrir að berja á bakkanum. Laxinn er byrjaður að ganga, en stærstu laxarnir ganga yfirleitt í Hvítá í apríl. Veðurfarið er að batna verulega og það veit á gott fyrir áframhald vorveiðinnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir