Góð veiði á línu og handfæri í Faxaflóa

Í gærmorgun gaf að líta talsverðan fjölda báta á línu og skaki rétt utan við Flösina á Akranesi. Undanfarna daga hefur verið rífandi góð þorskveiði og bátar víða að af landinu, allt frá Ísafirði að Hornafirði, að veiðum svo að segja upp í kálgörðum Akurnesinga.

Þegar þessi mynd var tekin í gærmorgun var á þriðja tug báta að veiðum á tiltölulega afmörkuðu svæði vestan við Akranes.

Líkar þetta

Fleiri fréttir