Tíu milljarðar í tekjufallsstyrki

Ríkissjóður hafði nú undir lok síðustu viku greitt út hátt í tíu milljarða króna í tekjufallsstyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þ.m.t. einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,3 milljarðar til viðbótar hafa verið greiddir í viðspyrnustyrki. Skattinum, sem fer með framkvæmd úrræðanna, hafa borist um 4.700 umsóknir og er búið að afgreiða um 85% umsóknanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir