Stærsta bólusetningarvikan fram að þessu

Í þessari viku munu um 23.000 einstaklingar fá fyrri bólusetningu við Covid-19 með bóluefni Pfizer, AstraZeneca og Janssen. Í heildina verða gefnir um 25.000 skammtar. Þetta verður því stærsta vikan í bólusetningum hér á landi vegna veirunnar frá upphafi. Í vikulokin höfðu 80.721 einstaklingar fengið að minnsta kosti einn skammt bóluefnis, eða um 29% af heildarfjölda þeirra sem verða bólusettir. Um mánaðamótin næstu munu því um 104.000 einstaklingar hafa fengið að minnsta kosti einn skammt bóluefnis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir