Bragi Þór Gíslason, Dalamaður ársins 2021, og Þorgrímur Einar Guðbjartsson, formaður menningarmálanefndar Dalabyggðar. Ljósm. Jóhanna María Sigmundsdóttir.

Bragi Þór Gíslason er Dalamaður ársins 2021

Jörvagleði var haldin í Dölum á laugardaginn og var hátíðin rafræn í ár. Ákveðið var að tilnefna Dalamann ársins á hátíðinni og gátu íbúar sent inn tilnefningar. Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður menningarmálanefndar Dalabyggðar kynnti niðurstöður og sagði hann fjölda manns hafa tekið þátt í að tilnefna samferðamenn sína. Einnig var fjöldi Dalamanna sem hlutu tilnefningar en Bragi Þór Gíslason hlaut yfirburða fjölda tilnefninga og var það einróma álit menningarmálanefndar að útnefna hann sem Dalamann ársins 2021.

Með tilnefningunum voru færð rök fyrir valinu og var Bragi Þór sagður vera bjartsýnn, duglegur, hugmyndaríkur og góð fyrirmynd fyrir unga fólkið auk þess sem hann er sagður leggja sig fram við að þjónusta fólk með gleði og létta lund. „Hann hefur á stuttum tíma komið sér fyrir hér í Búðardal, keypt sér hús og byggt upp fyrirtæki,“ sagði Þorgrímur í ávarpi sínu. Þá þykir það aðdáunarvert hversu góður Bragi Þór er að finna lausnir til að láta fyrirtækið sitt ganga þó lítið sé um ferðamenn og treysta þurfi á viðskipti heimamanna. Bragi Þór rekur sem kunnugt er veitingastaðinn Veiðistaðinn og ísbúð í sama húsnæði í Búðardal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bayeux og Borgarnes

Það var góð tilfinning að koma í Landnámssetur Íslands síðastliðinn fimmtudag og finna þar aftur fullt hús af menningarþyrstum leikhúsgestum.... Lesa meira