Mikil kjörsókn í forvali VG

Þegar forval VG í Norðvesturkjördæmi var hálfnað í gær, höfðu 41% félaga, eða 600 manns, kosið. 1454 eru á kjörsrká. Forvalinu lýkur klukkan 17.00 í dag og er úrslita að vænta í kvöld.  Forvalið er rafrænt og kosið á vg.is. Tveir frambjóðendur sækjast eftir fyrsta sætinu, Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður og Bjarni Jónsson sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður. Alls taka átta þátt í forvalinu um fimm efstu sætin í Norðvesturkjördæmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir