Þrjú efstu sætin skipa Bjarni, Lilja Rafney og Sigríður.

Bjarni Jónsson er sigurvegari í forvali VG

Síðdegis í dag lá fyrir niðurstaða í forvali hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi. Valið var í fimm efstu sætin á framboðslista hreyfingarinnar fyrir kosningarnar í haust. Á kjörskrá voru 1.454 og nýtt 72% kosningarétt sinn.

Í fyrsta sæti varð Bjarni Jónsson varaþingmaður og fiskifræðingur á Sauðárkóki. Felldi hann því Lilju Rafneyju Magnúsdóttur sem verið hefur þingmaður kjördæmisins síðustu tvö kjörtímabil, en Lilja gaf kost á sér til forystu áfram. Hún hafnaði hins vegar í öðru sæti. Niðurstaðan varð þessi:

  1. sæti Bjarni Jónsson með 543 atkvæði í 1. sæti
  2. sæti Lilja Rafney Magnúsdóttir með 565 atkvæði í 1.-2. sætið
  3. sæti Sigríður Gísladóttir með 444 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. sæti Þóra Margrét Lúthersdóttir með 622 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. sæti Lárus Ástmar Hannesson með 679 atkvæði í 1.-5. sæti.
Líkar þetta

Fleiri fréttir