Sóttu fjölda bílhræja í uppsveitir Borgarfjarðar

Bryndís Brynjólfsdóttir í Dal í Reykholtsdal stóð fyrir allsherjar hreinsunarátaki í uppsveitum Borgarfjarðar um síðustu helgi. Hún fékk á svæðið menn til að safna saman ónýtum bílum og koma þeim til förgunar. „Ég þurfti nú bara að losna við tvo bíla sjálf en þurfti þrjá í viðbót svo ég gæti fengið mann á svæðið að sækja þetta fyrir mig,“ segir Bryndís í samtali við Skessuhorn. Hún auglýsti eftir fleiri bílum til að sækja. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og höfðu margir samband við Bryndísi. „Þetta varð bara að skemmtilegu ævintýri. Ég var á fullu að skipuleggja þetta og svara skilaboðum frá fólki sem vildi láta sækja hjá sér bíla og losna við þá af bæjarhlöðunum hjá sér. En það fóru á milli 30 og 40 bílar af svæðinu,“ sagði Bryndís.

Líkar þetta

Fleiri fréttir