Hestar gætu nagað bíla fjallgöngufólks

Skessuhorni berast reglulega ábendingar um bíla sem verða fyrir tjóni af völdum hrossa við rætur Akrafjalls. Þegar ekið er að Akrafjalli er farið í gegnum land sem er í einkaeigu þar sem oft eru hross á beit. Hrossin eiga þar heima, eru fremur mannelsk, taka bílum gjarnan fagnandi og hafa sóst í að naga á þeim lakkið. Því er mikilvægt að minna göngugarpa á þessu svæði á að leggja bílunum alltaf innan afgirts bílastæðis við rætur fjallsins og sömuleiðis að leggja ekki það nálægt girðingunni að hestarnir geti náð til bílanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir