Stjórnsýsluhúsið í Búðardal er fyrir miðri mynd. Ljósm. sm

Dalabyggð kaupir húsnæði sýslumannsskrifstofunnar

Ríkissjóður hefur selt Dalabyggð neðri hæð hússins við Miðbraut 11 í Búðardal, en þar hafði sýslumannsembættið aðstöðu áður en það var lagt niður. Sveitarstjórn staðfesti kaup á húsnæðinu á fundi sínum 15. apríl síðastliðinn og er kaupverðið 3,5 milljónir króna. Áður hafði sveitarstjórn falast eftir því við Fasteignir ríkisins að fá að nota húsnæðið endurgjaldslaust og koma þar upp nýsköpunarsetri. Þeirri beiðni var hafnað en húsnæðið boðið til kaups gegn vægu verði. Heildar eignarhluti sem um ræðir er 238,4 fermetrar samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir