Forval VG hefst á miðnætti

Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, í rafrænu forvali sem hefst á miðnætti í kvöld og stendur til kl. 17.00 sunnudaginn 25. apríl. Kosið verður um fimm efstu sæti listans. Kosning verður bindandi í efstu þrjú sætin en í samræmi við forvalsreglur VG. Atkvæðisbærir í forvalinu eru þeir sem skráðir eru í hreyfinguna í kjördæminu tíu dögum fyrir kjörfund. Samkvæmt heimildum Skessuhorns eru um 1.450 manns á kjörskrá. Fyrirfram er búist við harðri baráttu um forystusæti listans, en það hyggst Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður á Suðureyri verja en að henni sækir fast Bjarni Jónsson varaþingmaður á Sauðárkróki. Í forvali flokksins fyrir fjórum árum var afar mjótt á munum í kosningu þeirra á milli.

Frambjóðendur eru:

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi, 1. sæti

Lárus Ástmar Hannesson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi, 3.-5. sæti

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, 1. sæti

María Hildur Maack, umhverfisstjóri, 3.-5. sæti

Nanný Arna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, 3.-5. sæti

Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, 2.-4. sæti

Þóra Magnea Magnúsdóttir, kennari, 2.-3. sæti

Þóra Margrét Lúthersdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi, 2.-3. sæti

Líkar þetta

Fleiri fréttir