Haldið til veiða eftir hrygningartopp. Ljósm. af.

Þorskurinn lýkur hrygningu klukkan tíu í dag

Klukkan 10 nú árdegis eiga allir þorskar í sjónum að vera búnir að hrygna, að mati sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar. Nú mega því bátar róa að nýju eftir hrygningarstopp. Allmargir héldu því til veiða í morgun en sumir tóku jafnvel forskot á sæluna og fóru út um miðnætti í nótt til að tryggja sér stæði þótt ekki megi setja veiðarfæri í sjó fyrr en nákvæmlega klukkan tíu.

Áhöfnin á dragnótarbátnum Ólafi Bjarnasyni SH 137 frá Ólafsvík, var ekkert að stressa sig og hélt á miðin klukkan 8.30 í morgun. Á myndinni er nýbúið að leysa landfestar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir