Breyttar reglur um niðurgreiðslur gjalda hjá dagforeldrum á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti nýlega breytingar á reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum. Foreldrar með lögheimili og fasta búsetu á Akranesi eiga rétt á niðurgreiðslum samkvæmt þessum reglum ef þeir eru með gildan dvalarsamning við dagforeldri. Dagforeldri skal hafa leyfi til daggæslu frá sveitarfélaginu. Rétt til greiðslna eiga foreldrar í sambúð frá níu mánaða aldri barns en einstæðir foreldrar frá sex mánaða aldri barns.

Helstu breytingar og viðbætur við áður gildandi reglur eru þær að greiddar eru viðbótar niðurgreiðslur til þeirra foreldra sem eru með samning við dagforeldri og kaupa vistun í 4 – 8 klukkustundir vegna barna sem náð hafa tveggja ára aldri þar til leikskólapláss hefur verið tryggt. Viðbótar niðurgreiðslur nema 3.750 krónum fyrir hverja klukkustund að hámarki 30.000 kr. á mánuði.  Greiðslur koma til framkvæmda í næsta mánuði eftir að barnið nær tveggja ára aldri. Greitt er eftirá, fyrsta hvers mánaðar.

Foreldra þurfa ekki að sækja um þessar viðbótar niðurgreiðslur og munu þær bætast við þær niðurgreiðslur sem fyrir eru til foreldra.

Hér er hægt að lesa reglurnar um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum í heild sinni

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir