Þórarinn Svavarsson og Hjördís Geirdal við útsýnisglugga veitingasalar Basalt hótel. Ljósm. frg

Basalt hótel rís í Lundarreykjadal

Þau Þórarinn Svavarsson og Hjördís Geirdal, bændur á Tungufelli í Lundarreykjadal, standa í stórræðum þessi misserin. Þau eru að byggja hótel á næstu jörð við Tungufell, Iðunnarstöðum. Hótelið sem hefur fengið nafnið Basalt hótel verður 26 herbergja auk 50 manna veislusalar. Hótelið verður í þremur megin byggingum, tvær herbergjaálmur og veitingasalur. Önnur herbergjaálman og veitingasalurinn eru nú risin og er verið að vinna við frágang innanhúss. Tvö herbergi í hvorri álmu eru hönnuð með hjólastóla í huga en þau geta einnig nýst sem fjölskylduherbergi.

Þau hjónin ákváðu strax í upphafi að stíga varlega til jarðar og ef hótelið fer vel af stað munu þau fljótlega hefja framkvæmdir við síðari herbergjaálmuna. Framkvæmdir við hótelið hófust í maí 2019 þegar sökklar voru settir niður. Nú tæpum tveimur árum síðar hillir undir verklok en að sögn hjónanna er ætlunin að opna hótelið fyrir gestum ekki síðar en síðsumars.

Nánar er rætt við hjónin Þórarinn og Hjördísi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir