Þingflokkur Samfylkingarinnar.

Leggja fram frumvarp sem skyldar komufarþega til dvalar í sóttvarnahúsi

Frumvarp Samfylkingarinnar um breytingum á sóttvarnarlögum sem heimilar heilbrigðisráðherra að skylda komufólk til dvalar í sóttvarnarhúsi var lagt inn til Alþingis um miðjan dag í gær og verður dreift á Alþingi dag. Logi Einarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur þegar farið fram á það við forseta Alþingis að málið verði tekið fyrir sem allra fyrst, enda sé um brýnt Covid-mál að ræða. Aðspurður hvort Logi teldi líklegt að þingmeirihluti væri fyrir frumvarpinu í kvöldfréttum í gær, kvaðst hann bjartsýnn á það, enda væri málið mjög áríðandi.

„Lagabreytingin sem við leggjum til er einföld. Fjölmargir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa frá því í gær tekið undir með okkur í Samfylkingunni um nauðsyn frumvarps sem heimilar heilbrigðisráðherra að skylda komufólk á sóttvarnahótel á grundvelli reglugerðar, og heilbrigðisráðherra opnaði á það líka þegar hún var innt eftir svörum í gærkvöldi. Frumvarp Samfylkingarinnar er fullklárað og verður dreift nú við upphaf þingfundar svo við getum klárað málið strax sé pólitískur vilji til þess,“ segir Logi Einarsson.

Í greinargerð með frumvarpinu stendur m.a. „Flutningsmenn frumvarpsins telja mikilvægt að sóttvarnayfirvöldum verði veitt heimild í lögum til að gefa út reglugerð er skylda ferðamenn til sóttkvíar eða einangrunar í sóttvarnahúsi á vegum stjórnvalda ef vísbendingar eru um að lýðheilsa sé í yfirvofandi hættu. Telja flutningsmenn hafa komið hafi í ljós að bregðast þurfi hratt við í hættuástandi og þar sem sú lagaskylda hvílir á stjórnvöldum að gæta meðalhófs við ákvarðanatöku þykir flutningsmönnum einsýnt að ekki komi til þess að ákvæðinu verði beitt án ríkrar ástæðu.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir