Myndin er tekin sekúndubroti áður en fuglinn lendir á rúðunni. Ljósm. úr bílmyndavélinni.

Sjúkrabíll og álft í árekstri

Það atvik varð á Snæfellsnesvegi á Mýrum síðastliðið föstudagskvöld, þegar sjúkrabíll frá Ólafsvík var á heimleið frá því að flytja sjúkling á Akranes, að tvær álftir flugu uppúr vegkantinum rétt fyrir framan sjúkrabílinn og hafnaði önnur þeirra á framrúðu hans.  Gísli Björnsson yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands segir að rúðan á bílnum hafi farið í mask við höggið og brotnað inn í bifreiðina. Skæðadrífa af glerbrotum rigndi þannig yfir sjúkraflutningafókið. Einnig brotnuðu hliðarspeglar. „Álftin hvarf á braut og ekki hægt að kanna hvort hún hafi hlotið áverka við áreksturinn,“ segir Gísli. Hann segir að sjúkrabifreiðinni hafi verið komið í Borgarnes með opinn framglugga. Þar var hún límd saman og bifreiðinni síðan ekið á Akranes þar sem hún er í viðgerð.

Framrúðu sjúkrabílsins var tjaslað saman áður en rúðuskipti gátu farið fram. Ljósm. gb.

Líkar þetta

Fleiri fréttir