Siggi á Bakka SH. Ljósm. af.

Nýr bátur með heimahöfn á Arnarstapa

Siggi á Bakka SH 228 kom til hafnar í Ólafsvík rétt fyrir helgi en hann er í eigu K. Sigurðssonar ehf. og verður með heimahöfn á Arnarstapa. Báturinn hét áður Gunna Beta ST 60 með heimahöfn á Norðurfirði, en K. Sigurðsson ehf. keypti hann síðla árs 2020.

Báturinn er af gerðinni Sómi 1100 og er 10,97 metrar að lengd og einn af yngstu bátum landsins, smíðaður árð 2019. Siggi á Bakka mun hefja veiðar á handfæri þegar hrygningarstoppinu lýkur 21. apríl.

Líkar þetta

Fleiri fréttir