Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar.

Lög um nýsköpun samþykkt á þingi

Ný lög um opinberan stuðning við nýsköpun urðu að lögum í síðustu viku þegar 32 stjórnarliðar greiddu þeim atkvæði. Frumvarpið var lagt fram af Þórdísi Kolbrúnu R Gylfadóttur ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Nú hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar á landinu. Starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður lögð niður, stofnað verður tæknisetur með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði auk fleiri aðgerða sem frumvarpið tekur um. „Með þessum breytingum á opinberum stuðningi við nýsköpum höfum við náð að forgangsraða verkefnum í takti við nýsköpunarstefnu,“ sagði ráðherrann og bætti við: „Stuðningur við nýsköpun hefur aukist gríðarlega í tíð þessarar ríkisstjórnar og framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina hafa vaxið um ríflega sjötíu prósent. Þetta kemur m.a. fram í stórauknum framlögum í Tækniþróunarsjóð, auknum framlögum í endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar og stofnun Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir