Hefja tengingu veitukerfis við ný fjölbýlishús

Veitur, í samstarfi við Gagnaveitu Reykjavíkur, ætla að leggja veitulagnir austan við Þjóðbraut og að nýjum byggingum við Þjóðbraut 3 – 5 á Akranesi. Áætlaður framkvæmdartími er apríl til nóvember 2021. „Vegna framkvæmdanna má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski. Viðeigandi merkingar verða settar upp á framkvæmdasvæðinu vegna lokana á verktíma. Íbúar mega búast við rekstrartruflunum í veitukerfum á verktíma og verða upplýstir um þær sendar út hverju sinni,“ segir í tilkynningu frá Veitum.

https://www.veitur.is/framkvaemdasja/thjodbraut-akranesi

Líkar þetta

Fleiri fréttir