Grjóthrun úr Búlandshöfða

Grjóthrun var í Búlandshöfða um helgina. Ekki féllu stór björg og náði skriðan því ekki inná þjóðveginn. Spýjan fyllir þó vel í rásina sem er ætluð er til að taka við hruni af þessu tagi og ískögglum. Hrun eins og þetta gerast þegar vatn safnast fyrir í berginu og svo frystir. Reglulega hrynja þó einstaka stærri steinar eða björg úr fjallinu og má sjá þá í rásinni þegar ekið er fyrir Búlandshöfðann.

Líkar þetta

Fleiri fréttir