Varað við salmonellu í HUSK trefjahylkjum og -dufti

Matvælastofnun varar við neyslu á HUSK Psyllium froskaller og HUSK Psyllium mavebalance trefjahylkjum og -dufti frá fyrirtækinu Orkla Care. Salmonella hefur greinst í vörunum og má rekja þrjú dauðsföll og fjölda sýkinga í Danmörku til neyslu þeirra.

Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga vinna áfram að öflun upplýsinga um dreifingu til Íslands. Vörurnar hafa verið fluttar til landsins og eru fáanlegar m.a. í apotekum. Innköllun stendur yfir á öllum lotum af þessum vörum. Full dreifing liggur ekki fyrir á þessari stundu en nánari upplýsingar mun Matvælastofnun birta um leið og þær liggja fyrir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir