Vök skipa auk Margrétar Ránar þeir Einar Stefánsson og Bergur Dagbjartsson.

„Tónlistin hefur alltaf fylgt mér“

Í umsögnum um flutning hljómsveitarinnar Vök á lögum sínum á streymisveitum eru skoðanir flestra mjög jákvæðar. Þar líkja margir söng Margrétar Ránar Magnúsdóttur við söng Bjarkar, Sinhéad O´Connor og jafnvel Kate Bush eða sambland af þeim þremur.  Miðað við þessar umsagnir er Skagakonan unga ekki í amalegum félagsskap þar. Þegar íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Hörpu í mars á síðasta ári var Margrét Rán valin söngkona ársins og lagahöfundur ársins. Þá var hljómsveitin Vök með poppplötu ársins en hún nefnist In the Dark. Margrét Rán er söngkona hljómsveitarinnar og leikur á gítar og hljóðgervil og „produserar“ einnig tónlistina fyrir bandið. Loks má nefna að Margrét Rán var nýlega tilnefnd til Eddu verðlaunanna fyrir tónlist ársins í heimildarkvikmyndinni A song called hate.

Rætt er við Margréti Rán Magnúsdóttur í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir