Nýtir gestastofu til fræðistarfa og ræðuskrifa

Sagnfræðingurinn Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, dvaldi í gestastofu Snorrastofu í Reykholti í síðustu viku. Hann segist reglulega fá þar aðstöðu í fræðimannsíbúðinni og nýti tímann í kyrrð sveitarinnar til að grúska í sagnfræði en einnig til að undirbúa ræðuskrif sem einatt fylgja embættisfærslu forseta. Aðspurður lætur hann vel af aðstöðunni í Reykholti en ekki síst góðu bókasafni sem Snorrastofa hefur að geyma. Meðfylgjandi mynd var tekin í þegar Guðni naut góða veðursins í Reykholti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir