Lækningaleyfi nú veitt ári fyrr

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerðarbreytingu sem felur í sér að almennt og ótakmarkað lækningaleyfi verði veitt að loknu sex ára læknanámi við Háskóla Íslands. Starfsnám sem hingað til hefur farið fram á kandídatsári og verið hluti af grunnnámi lækna verður hér eftir hluti af sérnámi þeirra. Þetta er gert til samræmis við sambærilegar breytingar á námi lækna víða erlendis með það að markmiði að greiða aðgengi lækna að sérnámi. Reglugerðin hefur þegar öðlast gildi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir