Sýni tekið. Ljósm. úr safni/ kgk.

Upplýsingar vegna sýnatöku

Starfsfólk heilsugæslustöðvar HVE á Akranesi skerpti fyrr í vikunni á nokkrum atriðum varðandi Covid-19 og sýnatökur:

  • Allir, óháð aldri, sem hafa einkenni covid er ráðlagt að fara í skimun og vera í sóttkví þangað til niðurstöður úr skimun berast (hiti, hósti, beinverkir, hálssærindi, höfuðverkur, kvef, niðurgangur, ógleði, slappleiki, truflun á lyktar-/bragðskyni, uppköst, nánd við einstakling með covid – 19 einkenni (minna en 2 metrar í 15 mínútur).)
  • Skimun á Covid – 19 er bókuð inn á heilsuvera.is, fólk gerir þetta sjálft (með rafrænum skilríkjum) og fær strikamerki sent í símann, hægt er að bóka sýnatöku í gegnum covid síma 432-1000 á heilsugæslu ef fólk getur ekki bókað sjálft. Ekki er hægt að bóka fram í tímann, strikamerki er gilt í 3 sólahringa.
  • Sýnataka fer fram alla daga kl 13.00 -13.20 á Akranesi (mæta með grímu í sjúkrabílaskýlinu við hliðina á lögreglustöðinni). Það þarf að koma inn í skýlið með síma með strikamerki.
  • Þeir sem þurfa covid vottorð vegna ferðalaga er bent á að nota travel.covid.is, ódýrasta leiðin til að fá próf og vottorð. Sýnataka fer fram í Rvk.
  • Einungis þeir sem fá boðun um að mæta í bólusetningu geta mætt í bólusetningu. Ekki er hægt að afgreiða alla í einu og fólk er beðið um að sýna biðlund, verið er að bólusetja eins hratt og örugglega og hægt er.
  • Eins og staðan er núna er ekki hægt að velja um hvaða bóluefni er gefið, sóttvarnalæknir og landlæknir eru ábyrgir fyrir því. Þeir sem hafna bólusetningu þurfa að bíða þar til búið er að bólusetja forgangshópa, ekki liggur fyrir dagsetning á því.
Líkar þetta

Fleiri fréttir